Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2023
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2022
    • Reglur Hlýðnihundur ársinns
    • Stigakeppni 2021
    • Stigakeppni 2020
    • Stigakeppni 2019

Annað Sporapróf árins

15/6/2022

 
Annað sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg þriðjudaginn 14. júní. Fimm hundar voru prófaðir einn í Spori I, þrír í Spori II, og einn í Spor Elite. Í Spori I er lögð 300 metra slóð – í Spori II 1000 metra slóð og í Spori Elíte 1500 metra slóð.
Þrír hundar fengu skráða einkunn:

Spor I:
Með 90 stig I. einkunn Forynju Bría IS26983/19 German shepherd dog og Karolína Alexsandra

Spor II:
Með 90 stig I. einkunn Forynju Bara Vesen IS26981/19 German shepherd dog og Hildur Sif Pálsdóttir

Spor Elite:
Með 100 stig I. einkunn Forynju Aska IS23109/17 German sheperd dog og Hildur Sif Pálsdóttir


Glæsilegur árangur hjá þeim Hildi og Ösku í Elítunni
Aska og Hildur sýndu flotta vinnu – Aska fann fljótt slóðina út úr ca 30×40 m ramma sem er byrjun á spori í Elíte – sporið er erfitt og alls ekki allir hundar sem komast í gengum þetta próf. Þetta var í annað sinn sem hundur hlýtur fullt hús stiga í Spori Elíte.
F.h. stjórnar Vinnuhundadeildar óska ég þeim Karólínu og Hildi til hamingju með árangurinn.
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Powered by Create your own unique website with customizable templates.