Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2023
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2023
    • Reglur Hlýðnihundur ársinns
    • Stigakeppni 2022
    • Stigakeppni 2021
    • Stigakeppni 2020
    • Stigakeppni 2019

Þriðja sporapróf 2020

21/8/2020

 
Þriðja sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í dag á Hólmsheiðinni. Þrír hundar tóku próf í Spori I. Þessir þrír hundar eru úr sama gotinu og bera ræktunarnafnið Forynju en þeir náðu 1. árs aldri nú í ágúst. Þau gotsystkynin náðu öll prófi, 1 með fyrstu einkunn og 2 með aðra einkunn. Þar með eru fimm af sex hundum sem hafa náð prófi í Spori I á árinu úr sama goti sem er frábær árangur og vil ég óska ræktandanum Hildi S. Pálsdóttur til hamingju með þennan glæsilega  árangur.
  1. sæti 95 stig Forynju Breki og Sölvi Snær Guðmundsson
  2. og 3. sæti 85 stig Forynju Bylur og Sonja M Júlíusdóttir og Forynju Bara Vesen og Hildur Pálsdóttir
​Forynju Breki og Sölvi Snær eru komnir í forystuna um hæstu stigagjöf ársins í Spori I en enn eru tvö próf eftir samkvæmt dagskrá á þessu ári.
Prófið fór fram við Nesjarvallaleið á Hólmsheiðinni við bestu aðstæður.
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
F.h. Vinnuhundadeildar vil ég þakka þeim sem tóku þátt og svo prófstjóranum sem sá um sporalagnir
Powered by Create your own unique website with customizable templates.