Kynning á Hlýðni
Hlýðniþjálfun á oftast við að þjálfun á hundi og hugtakið er oftast notað í því samhengi. Hlýðni þjálfun nær frá einföldum hlýðni æfingum, eins og að kenna hundi að bregðast við ýmsum skipunum eins og "sitja", "liggja", "koma" og "kyrr", til keppnishlýðni með fleiri og flóknari skipunum, þar sem hund er dæmdur fyrir nákvæmni og framkvæmd æfinga.
Hlýðni felur í sér að fylgja eftir skipun sem gefin er af stjórnanda.
Svo að hundur getur talist hlýðinn en ekki aðeins þjálfaður í hlýðni, verður hann að framkvæma skipun sem honum er gefin fljótt og í hvert skipti sem skipun er gefin, af stjórnanda hans.
Hundur getur farið í gegnum hlýðniþjálfun án þess þó að vera hlýðinn. Ef hundurinn á að geta talist hlýðniþjálfaður ætti hann að hlýða strax hverri skipun sem stjórnandi gefur honum. Í ströngustu merkingu ætti hlýðniþjálfaður hundur að vera hlýðinn hundur.
Að þjálfa hund í hlýðni getur verið endalaus og langur ferill.
Það fer allt eftir hundinum, aðferðunum sem notaðar eru, hæfni og skilning stjórnanda hundsins.
Hlýðniþjálfun er oft forsenda fyrir eða hluti af annarri þjálfun.
Eiginleg þjálfun hundsins getur verið gerð af hverjum sem er, þjálfara, eiganda eða vini. Venjulega er það þó einstaklingurinn sem sér um hundinn og býr með honum sem þjálfar hundinn þar sem það er hann sem muni gefa skipanirnar.
Samband og traust milli hundsins og þjálfarans er mikilvægt til að ná árangri.
Grunn- eða byrjenda hlýðni er oft stutt námskeið sem geta verið frá 6 til 10 vikna námskeið, þar sem stjórnanda er sýnt hvernig á að eiga samskipti við hundinn og þjálfa hann í nokkrum einföldum skipunum.
Sumir hunda þurfa litla þjálfun til að læra að sitja, liggja, eða koma á skipun. Aðrir hundar geta verið meira krefjandi. Nýir hundaeigendur gætu fundist þjálfunin of erfið og tekið litlum framförum af því þeir ætlast til að hundurinn hagi sér og hugsi eins og manneskja og verða hissa og undrandi þegar hundurinn gerir það ekki.
Hundar sem geta gert áður nefndar skipanir og gengið fallega í taum auk annarra léttra æfinga geta tekið Bronsmerkjapróf á vegum HRFÍ.
En í Bronsmerkjaprófi eru aðeins grunnhlýðni æfingar.
Hundagáfur og þjálfun
Sumar tegundir eins og Schnauzer, Dobermann, þýskur fjárhundur, Border Collie, Labrador og Golden Retriver hafa það orðspor að vera auðveldari í þjálfun en aðra tegundur, eins og sumar Hound tegundir (afghan og wippet) og sleðahundar.
Tegundir sem hafa verið ræktaðar í mörg ár til að framkvæma ákveðin verkefni umfram aðrar tegundir (t.d. blóðhundar og sleðahundar) eða tegundir sem hafa verið ræktaðar til að vinna sjálfstætt (eins og terrier) geta verið erfiðari viðfangsefni að hlýðniþjálfa.
Hundagáfur geta sett á sig ýmsar myndir. Hundur sem er kannski ekki auðveldur í þjálfun getur átt mjög auðvelt með að finna út hvernig eigi að opna eldhússkápana eða að sleppa út vel girtum garði. Nýir hundaeigendur verða að hafa í huga þjálfunareiginleika, hreyfingarþörf og önnur atriði áður en þeir velja fá sér hund. Miklar gáfur er ekki endilega góður hlutir í hundi þar sem gáfaður hundur getur þurft mikla daglegri andlegri örvun á að halda svo hann fari ekki að vera með leiðindi og eyðileggja hluti.
Ekkert hundakyn er ómögulegt að hlýðni þjálfa en nýjum hundaeigendum gætu fundist erfitt að þjálfa sumar tegundir. Hæfileikinn til að læra grunn hlýðni - og jafnvel margbrotin hegðun - býr í öllum hundum. Eigendur gætu bara þurft aðeins meiri þolinmæði og frjórri í hugsun með sumar tegundir.
Hlýðni í öðrum tilgangi
Það er margar ástæður til að hlýðni þjálfa hund aðra en bara fyrir Bronspróf. Til dæmis þjónustuhundar, þeir þurfa að hlýða "sestu" og "niður" skipunum fullkomlega, en þeir þurfa ekki að sýna þær í keppnum.
Hundar sem keppa í öðrum hundaíþróttum eins og til dæmis hundafimi verða að geta verið lausir, innan um annað fólk og hunda, án þess að ráfa um.
Hlýðni felur í sér að fylgja eftir skipun sem gefin er af stjórnanda.
Svo að hundur getur talist hlýðinn en ekki aðeins þjálfaður í hlýðni, verður hann að framkvæma skipun sem honum er gefin fljótt og í hvert skipti sem skipun er gefin, af stjórnanda hans.
Hundur getur farið í gegnum hlýðniþjálfun án þess þó að vera hlýðinn. Ef hundurinn á að geta talist hlýðniþjálfaður ætti hann að hlýða strax hverri skipun sem stjórnandi gefur honum. Í ströngustu merkingu ætti hlýðniþjálfaður hundur að vera hlýðinn hundur.
Að þjálfa hund í hlýðni getur verið endalaus og langur ferill.
Það fer allt eftir hundinum, aðferðunum sem notaðar eru, hæfni og skilning stjórnanda hundsins.
Hlýðniþjálfun er oft forsenda fyrir eða hluti af annarri þjálfun.
Eiginleg þjálfun hundsins getur verið gerð af hverjum sem er, þjálfara, eiganda eða vini. Venjulega er það þó einstaklingurinn sem sér um hundinn og býr með honum sem þjálfar hundinn þar sem það er hann sem muni gefa skipanirnar.
Samband og traust milli hundsins og þjálfarans er mikilvægt til að ná árangri.
Grunn- eða byrjenda hlýðni er oft stutt námskeið sem geta verið frá 6 til 10 vikna námskeið, þar sem stjórnanda er sýnt hvernig á að eiga samskipti við hundinn og þjálfa hann í nokkrum einföldum skipunum.
Sumir hunda þurfa litla þjálfun til að læra að sitja, liggja, eða koma á skipun. Aðrir hundar geta verið meira krefjandi. Nýir hundaeigendur gætu fundist þjálfunin of erfið og tekið litlum framförum af því þeir ætlast til að hundurinn hagi sér og hugsi eins og manneskja og verða hissa og undrandi þegar hundurinn gerir það ekki.
Hundar sem geta gert áður nefndar skipanir og gengið fallega í taum auk annarra léttra æfinga geta tekið Bronsmerkjapróf á vegum HRFÍ.
En í Bronsmerkjaprófi eru aðeins grunnhlýðni æfingar.
- Skoða tennur
- Ganga við hæl í taum
- Liggja
- Innkall
- Standa á göngu
- Liggja kyrr í 1 mín.
- Auk er gefin stig fyrir samvinnu hunds og stjórnanda
Hundagáfur og þjálfun
Sumar tegundir eins og Schnauzer, Dobermann, þýskur fjárhundur, Border Collie, Labrador og Golden Retriver hafa það orðspor að vera auðveldari í þjálfun en aðra tegundur, eins og sumar Hound tegundir (afghan og wippet) og sleðahundar.
Tegundir sem hafa verið ræktaðar í mörg ár til að framkvæma ákveðin verkefni umfram aðrar tegundir (t.d. blóðhundar og sleðahundar) eða tegundir sem hafa verið ræktaðar til að vinna sjálfstætt (eins og terrier) geta verið erfiðari viðfangsefni að hlýðniþjálfa.
Hundagáfur geta sett á sig ýmsar myndir. Hundur sem er kannski ekki auðveldur í þjálfun getur átt mjög auðvelt með að finna út hvernig eigi að opna eldhússkápana eða að sleppa út vel girtum garði. Nýir hundaeigendur verða að hafa í huga þjálfunareiginleika, hreyfingarþörf og önnur atriði áður en þeir velja fá sér hund. Miklar gáfur er ekki endilega góður hlutir í hundi þar sem gáfaður hundur getur þurft mikla daglegri andlegri örvun á að halda svo hann fari ekki að vera með leiðindi og eyðileggja hluti.
Ekkert hundakyn er ómögulegt að hlýðni þjálfa en nýjum hundaeigendum gætu fundist erfitt að þjálfa sumar tegundir. Hæfileikinn til að læra grunn hlýðni - og jafnvel margbrotin hegðun - býr í öllum hundum. Eigendur gætu bara þurft aðeins meiri þolinmæði og frjórri í hugsun með sumar tegundir.
Hlýðni í öðrum tilgangi
Það er margar ástæður til að hlýðni þjálfa hund aðra en bara fyrir Bronspróf. Til dæmis þjónustuhundar, þeir þurfa að hlýða "sestu" og "niður" skipunum fullkomlega, en þeir þurfa ekki að sýna þær í keppnum.
Hundar sem keppa í öðrum hundaíþróttum eins og til dæmis hundafimi verða að geta verið lausir, innan um annað fólk og hunda, án þess að ráfa um.
Myndband af Svartskeggs Black Pearl í Bronsmerkjaprófi (gömlu reglurnar).