Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2019
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2019

Síðasta Hlýðnipróf ársinns 2019

11/11/2019

 
Níunda og jafnframt síðasta hlýðnipróf ársins fór fram í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum sunnudaginn 10. nóvember. 
Átta hundar voru skráðir í þremur keppnisflokkum. Einn hundur var skráður í Hlýðni Brons, fimm hundar voru skráðir í Hlýðni I og tveir hundar voru skráðir í Hlýðni II.
Niðurstöður  voru eftirfarandi


Bronspróf:
  1. sæti með 108 stig og Bronsmerki HRFÍ Fjallahrings Skreppur, Australian cattle dog – eigandi Jónína Guðmundsdóttir
Þetta var í fyrsta sinn sem þessi tvö mættu í próf, bæði hundurinn og stjórnandinn og má segja að þetta sé vel gert í fyrstu tilraun til að ná Bronsmerkjaprófinu.


Hlýðni I:
  1. sæti með 197 sig, I. einkunn Ljósvíkur Alda eig: Ingibjörg Friðriksdóttir
  2. sæti með 191 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Forynju Aston eig: Hildur Pálsdóttir
  3. sæti með 185 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Ivan von Arlett eig: Hildur Pálsdóttir
  4. sæti með 155 stig II. einkunn Fjallahrings Leiðindaskjóða eig: Jóhanna Eyvindsdóttir
  5. sæti með 130 stig III. einkunn Julianna´s Helena eig: Huld Kjartansdóttir
Fjórir af þessum fimm hundum voru að taka próf í fyrsta sinn í Hlýðni I. Tveir af þessum fjórum náðu fyrstu einkunn og Silfurmerki HRFÍ í fyrstu tilraun sem er mjög góður árangur. Það má segja að Ljósvíkur Alda hafi verið besti hundur dagsins með 197 stig í Hlýðni I en hún var áður búin að fá Silfurmerki HRFÍ. Gaman að sjá svona marga hunda í þessum keppnisflokki og eigendurinir koma örugglega með að halda áfram á næsta ári.


Hlýðni II:
  1. sæti með 164,5 stig I. einkunn Ibanez White shephard Fjalladís, White Swiss shepherd – eig: Þórhildur Bjartmarz
  2. sæti með 129,5 stig III. einkunn Gillegaard Let´s Dance Miniature schnauzer – eigandi Gróa Sturludóttir
Fjalladís var þarna að ná I. einkunn í annað sinn en Kría schnauzer var í fyrsta sinn skráði í hlýðni II og stóð sig með ágætum en fékk 0 í tveimur æfingum sem dró einkunnina verulega niður.


Dómari: Björn Ólafsson
Prófstjóri: Erla Heiðrún Benediktsdóttir
Ritari: Marta Sólveig Björnsdóttir
Vinnuhundadeild HRFÍ þakkar þeim sem komu að prófinu

Næsta hlýðnipróf 10. nóv.

28/10/2019

 
Níunda og síðasta hlýðnipróf ársins verður haldið í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum sunnudaginn 10. nóvember kl 10. Dómari Björn Ólafsson og prófstjóri Erla Heiðrún.
​  Hægt er að skrá í alla flokka en 8 hundar er hámarkfjöldi hunda í prófinu. Skrifstofa HRFÍ sér um skráningar í vinnupróf. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 1. nóv eða þegar hámarksfjölda er náð

Sporapróf 20. okt

21/10/2019

 
Fjórir schaferhundar þreyttu sporapróf í gær við góðar aðstæðu upp í hólmsheiði.
Tveir voru skráðir í spor 1, einn í spor 2 og einn í spor 3.

Ivan Von Arlett og Hildur Páls 90 stig í spori I
Juwika Fitness og Arnar Rúnars með 90 stig í spori II
Forynju Aska og Hildur Páls með 72 stig í spori III

Dómari var Þórhildur Bjartmarz 
Prófstjóri var Kristjana Guðrún

Deildin óskar öllum til hamingju með árangurinn.



Hlýðnipróf 13 okt.

15/10/2019

 
Áttunda hlýðnipróf ársins fór fram í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum sunnudaginn 13. október. Sjö hundar voru skráðir í fjórum flokkum. Flokkaskipting og einkunnir eru:
Bronspróf:
  1. sæti með 142,5 stig og Bronsmerki HRFÍ Fjallahrings Leiðindaskjóða, Australian cattle dog og Jóhanna Eyvindsdóttir
  2. sæti með 124,5 stig og Bronsmerki HRFÍ Fjallahrings Tífill, Australian cattle dog og Friðrik Gunnar Berdsen
  3. sæti með 119,5 stig Argeneta´s Sigmund Svensk, Schnauzer og Valgerður Stefánsdóttir
Þetta var í fyrsta sinn sem Leiðindaskóða og Tífill mættu í próf, bæði hundarnir og stjórnendurnir og má segja að þetta sé mjög góður árangur í fyrstu tilraun til að ná Bronsmerkinu. Sigmund stóð hins vegar upp í liggja æfingunni og missti þar 40 stig fékk s.s. 0 í þeirri æfingu og fékk því ekki Bronsmerki en var áður kominn í mjög góða einkunn.
Hlýðni I:
  1. sæti með 168 stig og I. einkunn Norðan Heiða Svarta Þoka Skotta, Flat coated retriever og Gunnhildur Jakobsdóttir
  2. sæti með 155 stig og II. einkunn Fly And Away Accio Píla, border collie og Silja Unnarsdóttir
Skotta og Gunnhildur náðu að uppfylla skilyrði fyrir OB-I nafnbótinni.  En þær Píla og Silja voru í sínu fyrsta prófi saman og skelltu sér beint í Hlýðni I.  Þær fengu framúrskarandi einkunn í öllum æfingum en tvisvar sinnum 0 og stóðu samt sem áður uppi með 155 stig.  Þvílíkt próf hjá þeim og verður gaman að fylgjast með þeim halda áfram á næstu misserum.
Hlýðni II:
  1. sæti með 164,5 stig og I. einkunn Asasara Go Go Vista, border collie og Silja Unnarsdóttir. Vista og Silja voru að taka próf í hlýðni II í fyrsta sinn. Þær fengu góðar einkunnir í öllum æfingum en O í æfingunni að senda áfram og standa (rúta). En fyrsta einkunn og þær stefna beint í hlýðni III í næsta skrefi. Það var virkilega gaman að sjá Silju með border collie mæðgurnar Pílu og Vistu.
Hlýðni III:
  1. sæti með 221 stig og III. einkunn Uppáhalds Gæfa Fóa, Schnauzer og Valgerður Stefánsdóttir. Prófið byrjaði mjög vel en Fóa skilaði röngum kubbi í lyktaræfingunni þar sem hún á að taka kubb með lykt stjórnanda. Æfing sem Fóa hefur margsýnt að hún ræður vel við. Hins vegar er það járnkeflið sem Fóa samþykkir alls ekki. Eftir að Vala henti keflinu tók Fóa smá sýningu hoppaði og var til í allar aðrar æfingar en að taka kaldan málm í kjaftinn. Dómarinn féll ekki fyrir þessu uppátæki og gaf 0 fyrir æfinguna.


Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Ritari: Svava Guðjónsdóttir
Vinnuhundadeild HRFÍ þakkar þeim sem komu að prófinu


(birt með fyrir vara um villur)

Tvöfallt hlýðnipróf á Akureyri

3/10/2019

 
Norðurhundar og Vinnuhundadeild HRFÍ héldu tvö hlýðnipróf á Akureyri, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september í reiðhöll Léttis.  Albert Steingrímsson dæmdi bæði prófin og prófstjóri var Elín Þorsteinsdóttir. Sjö hundar voru dæmdir hvorn dag þ.e.a.s allir hundarnir tóku tvö próf þessa helgi. Þetta voru sjötta  og sjöunda hlýðnipróf ársins 2019.
Árangur báða dagana:
Bronspróf:
Nætur Dynex, collie og Björg Theodórsdóttir
laugardagur: 127 stig
sunnudagur: 109 stig
Dynex náði prófi báða dagana en fékk ekki Bronsmerki HRFÍ því hann fékk 0 í einni æfingu báða dagana


Hlýðni I:
Norðan Heiða Svartaþoka Skotta, Flat coated retriever og Gunnhildur Jakobsdóttir
laugardagur: 168,5 stig I. einkunn og 2. sæti
sunnudagur: 190 stig I. einkunn og 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ
Skotta fékk ekki Silfurmerki á laugardag því hún fékk 0 í einni æfingu. Þetta var í þriðja sinn sem Skotta nær I. einkunn í hlýðni I en alltaf hjá sama dómara og þarf því að ná sér í I. einkunn hjá öðrum dómara til að geta fengið titlilinn OB-1


Tinna, Labrador retriever og Dagur Ingi Sigursveinsson
laugardagur: 177,5 stig I. einkunn og 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ
sunnudagur: 161 stig I. einkunn og 3. sæti
Þetta var í þriðja sinn sem Tinna nær I. einkunn í hlýðni I en alltaf hjá sama dómara og þarf því að ná sér í I. einkunn hjá öðrum dómara til að geta fengið titlilinn OB-1


Hetju Eltu skarfinn Massi, Labrador retriever og Anita Stefánsdóttir
laugardagur: 140,5 stig II. einkunn
sunnudagur: 184,5 stig I. einkunn og 2. sæti og Silfurmerki HRFÍ
Þetta var í fyrsta sinn sem þau Massi og Anita mættu í próf og það var virkilega gaman að sjá hvað þau bættu sig á sunnudeginum


Hlýðni II:
Bez-Ami´s Always My Charming Tosca og Fanney Harðardóttir
laugardagur: 156 stig II. einkunn
sunnudagur: 155 stig II. einkunn
 
Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz
laugardagur: 157,5 stig II. einkunn
sunnudagur: 165 stig I. einkunn og 1. sæti
Báðar tíkurnar voru að taka próf í hlýðni II í fyrsta sinn. Þær fengu báðar 0 í einni æfingu báða dagana en ágætis árangur hjá þeim því það vantar örfá stig í I. einkunn sem er 160 stig




Hlýðni III:
Abbadís  og Þórhildur Bjartmarz
laugardagur: 290 stig I. einkunn og 1. sæti
sunnudagur: 287 stig I. einkunn og 1. sæti
Á laugardag var Abbadís þar með fyrsti hundurinn sem nær fyrstu einkunn í þriðja sinn í hlýðniprófi III hjá HRFÍ.  Hún tók svo fyrstu einkunn í fjórða sinn í hlýðniprófi III á sunnudag.


Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar Norðurhundum samstarfið. Það er frábært andrúmsloft í prófunum fyrir norðan og reiðhöllin þægileg.
Takk Fanney, Ella, Albert og Brynja ritari prófsins

Tvöfallt hlýðnipróf á Akureyri 28-29 sept

17/9/2019

 
Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III

Staðsettning : Reiðhöll Léttis
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritari: ?
Nafnakall verður kl 11.00
​
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 20 september.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu​

Hlýðnipróf 10 sept.

11/9/2019

 
Fimmta hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið 10. september í reiðhöll Sprettara á Hattarvöllum.

Aðeins fjórar tíkur voru skráðar í prófið allar í hlýðni I. Þessar tíkur áttu það sameiginlegt að eiga fyrir tvær fyrstu einkunnir í hlýðni I og eigendurnir komnir til að freista þess að ná í þriðja sinn fyrstu einkunn og þar með uppfylla skilyrði til að fá OB-I titlil í ættbók.
Prófið gekk fljótt og vel fyrir sig. Allar tíkurnar fjórar fengu I. einkunn og bætast í hóp þeirra hunda sem fengið hafa titilinn OB-I í ættbók.

I. sæti með 186 stig var IS 21550-16 Undralands F. Majeure, (Sóley) Shetland sheepdog,
eigandi: Ditta Tómasdóttir
2. sæti með 180 stig var IS 23461-17 Gjósku Vænting, German shepherd,
eigandi: Tinna Ólafsdóttir
3. sæti með 173,5 stig var IS 16637-12 Ljósvíkur Alda, labrador retriever,
eigandi: Ingibjörg Friðriksdóttir
4. sæti með IS 24111-17 Ibanez White Shepherd Fjalladís,
eigandi: Þórhildur Bjartmarz
​
Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri: Hildur Pálsdóttir
Ritari: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Deildin óskar eigendum hundana innilega til hamingju með árangurinn.

Hlýðnipróf 10. sept

2/9/2019

 
Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III
Hámarks fjöldi : 10

Staðsettning : Reiðhöllin Kjóavöllum
Dómari: Silja Unnarsdóttir 
Prófstjóri: Hildur Sif Pálsdóttir
Ritari: ?
Nafnakall verður kl 19.00
​
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 26 apríl.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu

Sporaprófið fellur niður.

16/7/2019

 
Sporaprófið sem átti að vera 17. júlí fellur niður vegna dræmrar þátttöku.

Næsta sporapróf

9/7/2019

 
Þriðja sporapróf ársins er áætlað 17. júlí kl 18.

Staðsetning; í nágrenni Reykjavíkur
Dómari; Kristjana Guðrún
Hægt er að skrá í alla flokka
​
Síðasti skráningardagur 13. júlí. Vegna lokunar skrifstofu þarf að skrá með tölvupósti og millifæra prófgjald í banka.
Bankaupplýsingar sjá heimasíðu hrfi.is

Sporapróf Vinnuhundadeildar 20. júní

24/6/2019

 
Annað sporapróf ársins var haldið fimmtudaginn 20. júní. Aðeins tveir hundar voru skráðir í prófið sem var haldið við Nesjavallarveg. Það má segja að aðstæður til sporaæfinga séu slæmar þessa dagana mikill þurrkur og ryk yfir öllum æfingarsvæðum. Sjálfsagt hefur það hamlað fólki frá æfingum á liðnum vikum og því ekki fleiri tilbúnir í próf. En í þessu prófi kvöldsins náði annar hundurinn einkunn, Ivan von Arlett í eigu Hildar Pálsdóttur fékk 70 stig sem er III einkunn. 
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Kristjana Guðrún Bergsteinsdóttir
Picture

Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 18 júní.

24/6/2019

 
Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ í júní.
Þriðjudagskvöldið 19. júní var fjórða hlýðnipróf ársins haldið. Að þessu sinni var prófið haldið úti og var Guðmundarlundur fyrir valinu en stjórn Vinnuhundadeildar tókst ekki að finna annað gott svæði fyrir prófið. Einungis þrír hundar voru skráðir, allir í Hlýðni I. Í stuttu máli hafa allir hundarnir átt betri daga enda ekki vanir útiprófum með öllu því mikla áreiti sem fylgir á svona vinsælum útivistarstöðum. 
Undralands Force Majeure í eigu Dittu Tómasar og Gjósku Vænting í eigu Tinnu Ólafsdóttur fengu II. einkunn en Norðan Heiða Svarta Þoka Skotta í eigu Gunnhildar Jakobsdóttur fékk III. einkunn.
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir

Picture

Hlýðni próf 18 júní og Sporapróf 20. júní

4/6/2019

 
Hlýðnipróf 18 júní :
Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III
Hámarks fjöldi

Staðsettning : Guðmundarlundur Kóp
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Ritari: ?
Nafnakall verður kl 20.00

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 13 júní.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu.



Sporapróf 20. júní :
Boðið verður uppá Spor 1 - Spor Elite
Hámarks fjöldi : 8
​
Staðsettning : Nágrenni Reykjarvíkur
Dómari:Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Kristjana Guðrún
Ritari: ?
Nafnakall verður kl: ?

Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 14 júní.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu.

Hlýðni - og Spora próf 30. maí

31/5/2019

 
Haldið í Reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum í dag, 30. maí

Dómari : Albert Steingrímsson
Prófstjóri : Valgerður Stefánsdóttir
Ritari : Sólrún Dröfn Helgadóttir

Bronsmerkjapróf:
Þrír hundar voru skráðir í þennan flokk. Tveir hundar náðu prófi
  1. sæti með 162,5 stig og Bronsmerki HRFÍ var IS 23107-17 Forynju Aston. Eigandi Hildur Pálsdóttir
  2. sæti með 123 stig var IS 21634-16 Bifrastar Frigg. Eigand Ragna Þóra Samúelsdóttir
Forynju Aston var að taka þátt í fyrsta sinn og náði Bronsmerkinu í fyrstu tilraun sem er mjög góður árangur. Bifrastar Frigg fékk 0 í einni æfingu og fékk því ekki Bronsmerki að þessu sinni en fékk ágætis einkunnir í öðrum æfingum.
Picture

Hlýðni I próf:
Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk. Allir hundarnir náðu prófi
  1. sæti með 194,5 stig og I. einkunn var IS 21550-16 Undralands Force Majeure. Eigandi Ditta Tómasdóttir
  2. sæti með 179 stig og I. einkunn var IS 24111-17 Ibanez White Shepherd Fjalladís. Eigandi Þórhildur Bjartmarz
  3. sæti með 166,5 stig I. einkunn var IS 22293-16 Norðan Heiða Svarta Þoka. Eigandi Gunnhildur Jakobsdóttir
  4. sæti með 133 stig III. einkunn var IS 23461-17 Gjósku Vænting. Eigandi Tinna Ólafsdóttir
  5. sæti með 101 stig III. einkunn var IS 22554 Vinar Usain Bolt. Eigandi Jökull Helgason
Þrír hundar í þessum keppnisflokki eru komnir með tvisvar sinnum I. einkunn og það verður spennandi að fylgjast með þeim síðar í framhaldsflokkum. Norðan Heiða Þoka fékk 0 í einni æfingu og fékk hún því ekki silfurmerki í dag en náði samt I. einkunn eða 166,5 stig þrátt fyrir að missa 20 stig í fjarlægðarstjórnun.
Picture
Hlýðni II próf:
Einn hundur var skráður í þennan flokk og náði glæsilegri einkunn


  1. sæti með 194 stig og I. einkunn IS 23109-17 Forynju Aska Eig: Hildur Pálsdóttir
Þetta var í þriðja sinn sem Aska fær I. einkunn í Hlýðni II og því getur Hildur sótt um nýjan titill OB-2 og líka Sporameistaratitil því Aska náði líka I. einkunn í Spori III í dag. Til hamingju Hildur Pálsdóttir
Picture
Hlýðni III próf:
Einn hundur var einnig skráður í þennan flokk og náði glæsilegri einkunn
 
  1. sæti með 283 stig og I. einkunn Abbadís Eig: Þórhildur Bjartmarz. Þetta er í annað sinn sem Abbadís fær I. einkunn í Hlýðni III og er þar með komin upp að hlið Ynju sem hefur keppt í þessum flokki undanfarin ár.
Picture
Dómari var Albert Steingrímsson
Prófstjóri var Valgerður Stefáns
Ritari var Sólrún Dröfn Helgadóttir


Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar starfsmönnum prófsins svo og þátttakendum fyrir góðan dag
Picture

Fullbókað var í þetta próf og færri komust að en vildu.
Næsta hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ verður útipróf 18. júní


Spor 30 maí.

Fyrsta sporapróf ársins var haldið í dag ásamt hlýðniprófi. Fjórir hundar voru skráðir í sporaprófið en þeir tóku líka þátt í hlýðniprófinu.

Í Spori I voru tveir hundar skráðir. Annar þeirra náði prófi en það var:
Gjósku Vænting og Tinna Ólafsdóttir með 85 stig
Picture
Í Spori III voru tveir hundar skráðir. Báðir náðu glæsilegum árangri:
Ibanez White Shepard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz með 96 stig
Picture
Forynju Aska og Hildur Pálsdóttir með 94 stig
Picture
Prófið var haldið á Hólmsheiðinni við ágætis aðstæður +9 stig og gola


Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Valgerður Stefánsdóttir
Aðsoðarmaður: Gunnhildur Jakobsdóttir
Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar starfsmönnum prófsins fyrir þeirra framlag
Picture

Hlýðni- og Sporapróf 30 maí

13/5/2019

 
Þann 30. mai næst komandi verður haldið tvöfalt próf.
Dagurinn byrjar á Hlýðniprófi og síðan verður Sporapróf seinni partinn !
Skráningar gjaldið er 5.700 kr per próf en ef sami hundur er skráður bæði í Hlýðni og Spor þá er það 8.600 fyrir bæði prófin.


Hlýðnipróf :
Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III
Hámarks fjöldi : 10

Staðsettning : Reiðhöllin Kjóavöllum
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Valgerður Stefánsdóttir
Ritari: ?
Nafnakall verður kl 10.00

Sporapróf :
Boðið verður uppá Spor 1 - Spor Elite
Hámarks fjöldi : 6
​
Staðsettning : Nágrenni Reykjarvíkur
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Valgerður Stefánsdóttir
Ritari: ?
Nafnakall verður kl 16.00

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 23 maí..
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu
<<Previous
Powered by Create your own unique website with customizable templates.