Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2023
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2022
    • Reglur Hlýðnihundur ársinns
    • Stigakeppni 2021
    • Stigakeppni 2020
    • Stigakeppni 2019

Ársfundur Vinnuhundadeildar HRFÍ 2021

19/4/2022

 
Ársfundur Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldinn þann 12.04.22. Mjög góð þátttaka var á fundinum þar sem farið var yfir starf deildarinnar á liðnu ári.
Mikil aðsókn var í hlýðnipróf ár liðnu ári en haldin voru 10 próf á 3 mismunandi landsvæðum. Mikil aðsókn var í prófin en flestir mættu í Hlýðni I. Gaman var að sjá mikla breidd í tegundum hunda sem mættu í prófin og verður vonandi áframhald á því.
Eitt sporapróf var haldið á árinu 2021 og mættu 2 hundar í það próf. Gerði öskufall okkur erfitt fyrir með að halda sporapróf.

Tvö sæti voru laus í stjórn en það voru sæti Silju Unnarsdóttur formans deildarinnar og Jóhönnu Eivinsdóttur. Þær gáfu báðar kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Einnig kom eitt framboð frá Mörtu Sólveigu Björnsdóttur og var því þörf á kosningu. Atkvæði fóru þannig að Silja fékk 12 atkvæði, Marta 8 og Jóhanna 4. Stjórn og fundarmenn þakka því Jóhönnu fyrir störf hennar í þágu deildarinnar og bjóða Mörtu velkomna í stjórnina.

Rætt var um komandi próf og áhersla lögð á mikilvægi þess að haldin yrðu áfram próf á fleiri landshlutum eins og gert hefur verið hingað til. Það verður unnið að því að finna húsnæði sem hentar til þess sem og útisvæði sem hentar en það hefur verið í vinnslu hjá stjórn.
Verið er að leggja lokahönd á reglur fyrir Rallý hlýðni en vonir standa til að hægt sé að leggja þær fyrir til samþykktar í sumar og verður þá vonandi hægt að halda fyrsta prófið með haustinu. 
 
Unnið er að reglum fyrir þá aðila sem óska eftir að verða dómarar í hlýðni prófum og verða þær reglur vonandi birtar á árinu. 
Fundurinn endaði á því að heiðraðir voru stigahæstu hlýðni- og sporahundar ársins 2021.
Fengu þeir sem sköruðu fram úr á árinu farandgripi sem gefnir er af Dýrheimum/Royal Canin. Einnig gaf Dýrheimar/Royal Canin verðlaun til fyrstu 3 sæta í Brons, Hlýðni I, Hlýðni II, Hlýðni III og Spori   
​

Hýðni- og sporahundur ársins 2021 var Forynju Bara Vesen, eigandi Hildur Sif Pálsdóttir. Óskum við Hildi innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.