Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2023
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2023
    • Reglur Hlýðnihundur ársinns
    • Stigakeppni 2022
    • Stigakeppni 2021
    • Stigakeppni 2020
    • Stigakeppni 2019

Fyrsta Hlýðnipróf ársins 2021

22/2/2021

 
Þetta fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum. Níu hundar voru skráðir í prófið . Fjórir í Bronspróf, þrír í Hlýðni I, einn í Hlýðni II og einn í Hlýðni III. Allir hundarnir náðu prófi.

Einkunnir

​BRONS:
Með 138 stig 1. sæti og Bronsmerki HRFÍ Kolgrímu Oh My God IS26577/19 German shepherd
Með 133 stig 2. sæti og Bronsmerki HRFÍ Gjósku Una Buna IS21248/15 German shepherd
Með 118 sig 3. sæti Forynju Breki IS26984/19 German shepherd
Með 95 stig 4. sæti Gjósku X-Man IS26913/19 German shepherd

HLÝÐNI I:
Með 196,5 stig I. einkunn 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ Forynju Bara Vesen IS26981/19 German shepherd
Með 174 stig I. einkunn 2. sæti  Fly And Away Accio Píla IS24816/18 border collie
Með 155 stig II. einkunn 3. sæti Forynju Bestla IS26987/19 German shepherd
Forynju Bara Vesen er einungis 18 mánaða og var í fysta sinn skráð í Hlýðni I. Þetta er ótrúlega góður árangur í fyrstu tilraun þar sem einkunnin er með þeim hæstu sem gefnar hafa verið í þessu flokki.

HLÝÐNI II:
Með 177 stig I. einkunn I. sæti og Gullmerki HRFÍ Asasara Go Go Vista IS22483/16 border collie. Þar með uppfyllir Vista skilyrði fyrir OB-II meistaranafnbót þar sem kröfurnar eru þrisvar sinnum I. einkunn í Hlýðni II

HLÝÐNI III:
Með 263 stig I. einkunn 1. sæti Vonziu´s Asynja IS19838/14 German shepherd. Þar með uppfyllir Ynja skilyrði fyrir titlinum Íslenskur hlýðnimeistari sem er vel við hæfi þar sem Ynja var fyrsti hundurinn á Íslandi til að taka próf í Hlýðni III árið 2016. En þetta er s.s. í þriðja sinn sem Ynja hlýtur I. einkunn í Hlýðni III. Vonziu´s Asynja er annar hundurinn á Íslandi sem fær þrisvar sinnum I. einkunn í Hlýðni III og hlýtur þar með nafnbótina Íslenskur Hlýðnimeistari.
Prófið gekk ágætlega og gaman að tveir hundar bættu við sig hlýðni-nafnbót í dag. Til hamingju með þann áfanga Hildur Pálsdóttir og Silja Unnarsdóttir. Og þið hin sem tókuð próf til hamingju með árangurinn og takk fyrir þátttökuna.

Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir
Aðstoðarmenn: Erla Heiðrún og Marta
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Fh Vinnuhundadeildar HRFÍ þakka ég öllum þeim sem komu að prófinu fyrir góðan dag.
Birt með fyrirvara um villur
Powered by Create your own unique website with customizable templates.