Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2023
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2022
    • Reglur Hlýðnihundur ársinns
    • Stigakeppni 2021
    • Stigakeppni 2020
    • Stigakeppni 2019

Sporapróf 18 sept.

20/9/2022

 
Fjórða sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg sunnudaginn 18 september. Fjórir hundar voru prófaðir, einn í Spori I, einn í Spori II og tveir í Spori III. Í Spori I er lögð 300 metra slóð, í Spori II 1000 metra slóð, og í Spori III 1200 metra slóð.
Veður var afleitt fyrir sporapróf sterk suð-austan átt og rigning
Einn hundur fékk skráða einkunn í þessu prófi : 

Með 71 stig 3. einkunn í Spori II Forynju Bría IS26983/19 German shepherd dog og Karolina Aleksandra Styrna sem skiluðu 4 millihlutum af 5 og endahlutnum en misstu 20 stig í leit af upphafi sporsins

Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar fyrir þátttökuna og hvetur eigendur til áframhaldandi þátttöku í sporaprófum þó svo að ekki gangi alltaf vel en stjórnendur fara heim reynslunni ríkari með þátttöku í prófum. Að þessu sinni voru þátttakendur og starfsmenn prófsins gegnblautir og ískaldir á Heiðinni þegar prófinu lauk um kl 18

Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Hildi Sif Pálsdóttur er einnig þakkað fyrir aðstoðina

Dýrheimar/Royal Canin er styrktaraðili Vinnuhundadeildar HRFÍ


Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.