Vinnuhundadeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Hvað er vinnuhundur ?
    • Hvað er Hlýðni?
    • Hvað er Spor?
  • Vinnupróf
    • Dagskrá 2023
    • Reglur
    • Dómarar
  • Vinnuhundadeildin
  • Stigakeppni 2023
    • Reglur Hlýðnihundur ársinns
    • Stigakeppni 2022
    • Stigakeppni 2021
    • Stigakeppni 2020
    • Stigakeppni 2019

Hlýðniprófa dagskrá 2021

3/2/2021

 
Picture

Sporapróf 03.10.2020

6/10/2020

 
Fimmta sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 2020
Laugardaginn 3. október var sporapróf haldið á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Fimm hundar voru skráðir í prófið en fjórir mættu, þrír í spor I og einn í Elíte.
Einungis einn hundur náði einkunn að þessu sinni en það var Forynju Bara Vesen, German Shepherd dog. Stjórnandi og eigandi er Hildur Sif Pálsdóttir. Vesen hlaut 80 stig sem er II. einkunn.
Prófið fór fram á Kjóarvöllum hitastigið var við frostmark og logn.
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Eva Kristinsdóttir
Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar dómara og prófstjóra fyrir þeirra vinnu.


Tvöfallt hlýðnipróf á Akureyri

28/9/2020

 
Árlegt hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram um helgina. Það stefndi í stórt próf því fyrir helgi voru 13 hundar skráðir en einungis 6 hundar voru prófaðir. Sömu hundar voru skráðir báða dagana.

Sunnudagurinn 27.09.2020

Hlýðni I próf:

Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk – til að ná einkunn þarf 100 stig – hundar fá svo I. II. og III. einkunn eftir stigafjölda
​
  1. sæti með 193,5 stig I. einkunn IS20995/15 Hugarafls Hróður, border collie og Elín Lára Sigurðardóttir
  2. sæti með 186,5 stig I. einkunn IS21791716 Hetju Eltu skarfinn Massi, labrador og Aníta Stefánsdóttir
  3. sæti með 150,5 stig II. einkunn IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
  4. sæti með 118 stig III. einkunn IS 26987/19 Forynju Bestla, German shepherd dog og Berglind Rán Helgadóttir

Þar með eru þau Hrói og Elín Lára með hæstu einkunn ársins í Hlýðni I og í þriðja sinn sem Hrói (Hróður) fær I. einkunn í Hlýðni I. Þar með uppfyllir hann skilyrði fyrir titlinum OB-1. Til hamingju með frábæran árangur um helgina Elín Lára.
Þau Massi og Aníta áttu einnig góða helgi bættu við sig stigum frá því í gær en þau verða að mæta í próf hjá öðrum dómara til að geta sótt um titilinn OB-I


Hlýðni III próf:
  1. sæti með 238,5 stig II. einkunn IS 24111/17 Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz.


Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritari: Anna Stefánsdóttir
​
Prófið fór fram í Reiðhöll Léttis á Akureyri og var umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar eins og alltaf.
F.h. okkar þátttenda lengra að komna þakka ég norðanfólki fyrir frábæra helgi í glæsilegri aðstöðu í reiðhöll Léttis.
Picture
Laugardagurinn 26.09.2020

Hlýðni I próf:
Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk – til að ná einkunn þarf 100 stig – hundar fá svo I. II. og III. einkunn eftir stigafjölda
​
  1. sæti með 185 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ* IS20995/15 Hugarafls Hróður, border collie og Elín Lára Sigurðardóttir
  2. sæti með 179,5 stig I. einkunn IS21791716 Hetju Eltu skarfinn Massi, labrador og Aníta Stefánsdóttir
  3. sæti með 165,5 stig I. einkunn IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
  4. sæti með 105 stig III. einkunn IS 23948/17 Nætur Dynex, collie rough og Björg Thedórsdóttir
*1 hundur fékk Silfurmerki HRFÍ en það er einungis gefið hverjum hundi einu sinni og þarf hundurinn þá að hafa náði a.m.k. 5 stigum í öllum æfingum


Hlýðni III próf:
  1. sæti með 287,5 stig I. einkunn IS 24111/17 Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz.
    ​
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritari:
​
Prófið fór fram í Reiðhöll Léttis á Akureyri og var umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar eins og áður

Sporapróf 13.09.2020

14/9/2020

 
Fjórða sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í dag á Kjóavöllum. Þrír hundar voru skráðir í prófið.
Tveir tóku þátt í Spori I og einn í Elíte. Hundarnir sem tóku þátt í Spori I voru báðir að taka þátt í fyrsta sinn og báðir fyrstu fulltrúar sinnar tegundar í sporaprófi.
​
Spor I
Með 80 stig og II. einkunn var Undralands Once Upon A Time eða Tumi, Sheltland sheepdog og Erna S. Ómarsdóttir. Tumi var hægur í gang en eftir að hann markeraði fyrsta millihlutinn vann hann sig upp í einkunn . Mjög vel unnið hjá þeim Tuma og Ernu sem eru nýlega byrjuð að æfa spor.
Beglind Gunnarsdóttir tók einnig þátt í Spori I með Ístjarnar Brightest Sunshine eða Flugu. Berglind er líka nýliði aðeins búin að taka nokkrar æfingar nú í haust en ákvað að mæta í próf til að fá æfinguna. Fluga sporar frábærlega en markeraði ekki millihluti og fékk því 0 í einkunn en frábær vinna hjá Flugu og Berglindi sem eiga örugglega eftir að sýna síðar hvað í þeim býr. Gaman að fá báða þessa nýliða inn í sportið

Spor Elite
Með 100 stig af 100 mögulegum var Sporameistarinn Ibanez white shephard Fjalladís eða Dís. Dís skilaði frábærri vinnu – fann sporið strax, lét krosspróf ekki trufla sig og skilaði 10 kubbum til prófstjóra í lok sporsins. Dís er þar með fyrsti hundurinn á Íslandi til að ná prófi í Elíte. En einungis fjórir hundar hafa núna keppnisrétt í Spor Elíte.
Ágætis aðstæður voru á Kjóavöllum á þeim tíma sem sporaprófið fór fram, hægur vindur og smá úði.
Prófstjóri var Eva Kristinsdóttir
Dómari var Kristjana Guðrún Bersteinsdóttir
Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar þeim að komu að prófinu

Þriðja Hlýðnipróf ársinns 2020

28/8/2020

 
Kvöldpróf haldið í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum 27. ágúst. Ellefu hundar voru skráðir í prófið – átta í Bronsmerki – tveir í Hlýðni I og einn í Hlýðni II.
 
Bronsmerkjapróf:
Af þessum átta hundum fengu tveir hundar Bronsmerki HRFÍ. Fimm hundar náðu prófi.
  1. sæti með 169 stig og Bronsmerki HRFÍ IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
  2. sæti með 146 stig IS 22921/17 Miðvalla Hermione Granger, Labrador og Marta S. Björnsdóttir
  3. sæti með 137 stig og Bronsmerki HRFÍ IS 26982/19 Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn, German shepherd og Ingibjörg Hauksdóttir
  4. sæti með 131 stig IS 24305/18 Gunnarsholts Be My Baroness, White Swiss shepherd og Thelma Harðardóttir
  5. sæti með 93 stig IS 26984/19 Forynju Breki, German shepherd og Sölvi Snær Guðmundsson




Hlýðni I próf:
Tveir hundar voru skráðir í þennan flokk  – báðir hundarnir sýndu glæsilegan árangur og náðu báðir I. einkunn
  1. sæti með 193 stig og Silfurmerki HRFÍ IS 24816/18 Fly And Away Accio Píla, border collie og Silja Unnarsdóttir
  2. sæti með 185 stig IS 25027-18 Ivan von Arlett – German shepherd dog og Hildur Pálsdóttir. Þetta var í þriðja sinn sem þau náðu I. einkunn í Hlýðni I og uppfylla þar með skilyrði fyrir OB-I titli.




Hlýðni II próf:
  1. sæti með 173,5 stig IS 22483/16 Asasara Go Go Vista, border collie og Silja Unnarsdóttir


Það var gaman að sjá alla þessa þátttöku í Bronsprófinu og þó svo allir náðu ekki prófi voru margir hundar að skila mjög góðri frammistöðu.
En hundar prófsins voru án efa mæðgurnar hennar Silju sem mættu með látum í prófið – yngri tíkin með 193 stig í Hlýðni I og mamman með 173,5 stig í Hlýðni II en fékk þó 0 í æfingunni að “senda fram” sem gefur 20 stig. Frábær árangur hjá þeim í kvöld.


Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir
F.h. Vinnuhundadeildar þakka ég (Þórhildur Bjartmarz) þeim sem komu að prófinu

Þriðja sporapróf 2020

21/8/2020

 
Þriðja sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í dag á Hólmsheiðinni. Þrír hundar tóku próf í Spori I. Þessir þrír hundar eru úr sama gotinu og bera ræktunarnafnið Forynju en þeir náðu 1. árs aldri nú í ágúst. Þau gotsystkynin náðu öll prófi, 1 með fyrstu einkunn og 2 með aðra einkunn. Þar með eru fimm af sex hundum sem hafa náð prófi í Spori I á árinu úr sama goti sem er frábær árangur og vil ég óska ræktandanum Hildi S. Pálsdóttur til hamingju með þennan glæsilega  árangur.
  1. sæti 95 stig Forynju Breki og Sölvi Snær Guðmundsson
  2. og 3. sæti 85 stig Forynju Bylur og Sonja M Júlíusdóttir og Forynju Bara Vesen og Hildur Pálsdóttir
​Forynju Breki og Sölvi Snær eru komnir í forystuna um hæstu stigagjöf ársins í Spori I en enn eru tvö próf eftir samkvæmt dagskrá á þessu ári.
Prófið fór fram við Nesjarvallaleið á Hólmsheiðinni við bestu aðstæður.
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
F.h. Vinnuhundadeildar vil ég þakka þeim sem tóku þátt og svo prófstjóranum sem sá um sporalagnir

Annað sporapróf ársinns  2020

7/7/2020

 
Sporapróf nr 2 haldið 30. júní 2020
Vinnhundadeild HRFÍ hélt sporapróf á Hólmsheiðinni nú í kvöld. Dómari var Kristjana G Bergsteinsdóttir, prófstjóri Valgerður Stefánsdóttir.
Hægt var að skrá í alla keppnisflokka en einungis tveir hundar voru skráðir í prófið.
Svathörfða Jon Bon Jovi og Guðbjörg Guðmundsdóttir voru skráð í spor II. Þau fóru vel af stað en eftir ca 2/3 hluta sporsins lá slóðin í mjög krefjandi aðstæður og önnur lykt þ.e.a.s lykt af öðrum hundum vakti meiri áhuga hundsins þannig að hann missti slóðina og var úr leik þar með.  Niðurstaðan 0 í einkunn. Í spori II á hundurinn að finna 5 millihluti og endahlut.
Ibanez White Spephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz voru skráð í Elite flokk. Aðeins hefur verið einu sinni prófað í þessum keppnisflokki. En fyrra skiptið var í júlí 2015 þegar Ice Tindra Aragon og Kristjana tóku prófið en náðu ekki einkunn. Fjalladís byrjaði mjög vel var fljót að finna slóðina í ramma sem var 30×40 metrar. Tók 2×30° vinkilbeygjur án þess að hika og markeraði 9 millihluti. En síðasta gildran var að halda áfram í endahlut þrátt fyrir kross-spor frá öðrum sporaleggjara. Jú hún féll í gildruna og sporaði kross-sporið og missti þar með af endahlutnum. Þá var aðeins ca 30-40 metrar í endahlut. Niðurstaðan var því 0 í einkunn þrátt fyrir frábæra vinnu.


​Það voru bestu aðstæður og notalegt á heiðinni í kvöld + 12° og smá suddi.

F.h. stjórnar Vinnuhundadeildar þakka ég Kristjönu og Völu fyrir þeirra vinnu.

                                                                              Uppsetning á Elite prófi kvöldsins:
Picture

Fyrsta Sporapróf ársinns 2020

22/6/2020

 
Fysta sporapróf ársins á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið við ágætis aðstæður á Hólmsheiðinni í kvöld í 10 stiga  hita og austanátt. 5 hundar voru skráðir í prófið allir af tegundinni German shepherd dog. 3 hundar náðu II. einkunn en 2 náðu ekki prófinu. Tveir þátttakendur voru að þreyta frumraun sína í sporaprófi og höfnuðu í 1. og 2. sæti. Til hamingju með glæsilegan árangur stelpur gaman að sjá unga fólkið mæta í vinnuprófin.
  1. sæti með 88 stig af 100 IS23461/17 Forynju Bestla. Stjórnandi var Berglind Rán en þær stöllur tóku Bronspróf sl þriðjudag með góðum árangri. Þetta var fyrsta sporapróf Berglindar sem er með sinn fyrsta hund og búin að ná frábærum árangri í hlýðni og spori en Þoka eins og Berglind kallar tíkina er aðeins 10 mánaða gömul.
  2. sæti með 85 stig IS26578/19 Forynju Ára. Stjórnandi var Snærún Ynja þetta var einnig fyrsta sporaprófið sem Snærún tekur þátt í en hún er aðeins 16 ára. Ára var hins vegar 1.árs í dag
  3. sæti með 80 stig IS23461/17 Gjósku Vænting. Stjórnandi var Tinna Ólafsdóttir.
Dómari Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ritari og aðstoð Erna Ómarsdóttir
Vinnhundadeild HRFÍ þakkar þeim sem komu að þessu prófi.


​Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 2 2020

18/6/2020

 
Kvöldpróf haldið í reiðskemma Sprettara Hattarvöllum 21. júní
 
Bronsmerkjapróf:
4 hundar voru skráðir í þennan flokk – 2 mættu ekki – 1 náði prófi en 1 náði ekki lágmarkseinkunn
  1. sæti með 141,5 stig og Bronsmerki HRFÍ: IS 26987-19 Forynju Bestla – German shepherd dog. Stjórnandi Berglind Helgadóttir. Þetta var frumraun þeirra Berglindar og Þoku eins og Berglind kallar tíkina og náðu þær einkunn í öllum æfingum.
 
Hlýðni I próf:
2 hundar voru skráðir í þennan flokk  – annar hundurinn náði I. einkunn og hinn II. einkunn.
  1. sæti með 183 stig: IS 23107-17 Forynju Aston – German shepherd dog. Stjórnandi Heiðrún Huld. Þetta var í þriðja sinn sem þau náðu I. einkunn í hlýðni I og uppfylla þar með skilyrði fyrir OB-I titli.
     2. sæti með 144,5 stig: IS 25027-18 Ivan von Arlett – German shepherd dog. Stjórnandi Hildur Pálsdóttir. Ivan fékk 0 í einni æfingu sem dró einkunnina verulega niður en Ivan hefur margsýnis sýnt betri árangur en nú í kvöld.

Hlýðni III próf:
2 hundar voru skráðir í þennan flokk  – annar hundurinn náði II. einkunn og hinn III. einkunn
  1. sæti með 254,5 stig: IS 19838-14 Vonziu´s Asynja – German shepherd dog. Stjórnandi Hildur Pálsdóttir.Einungi munaði 1,5 stigi að Asynja náði I einkunn sem hefði gefið Hildi og Ynju Hlýðnimeistaratitilinn.
  2. sæti með 219 stig: IS 24111-17 Ibanez W. S. Fjalladís – White swiss shepherd. Stjórnandi Þórhildur Bjartmarz. Þetta var frumraun Fjalladísar í þessum keppnisflokk því hún kláraði hlýðni II flokkinn fyrir mánuði síðan.
 
Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir
Starfsmönnum prófsins eru færðar góðar þakkir fyrir sín störf
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Hlýðni- og sporapróf í júní,

5/6/2020

 
Hlýðni :

Þriðjudaginn 16.j úní verður haldið annað Hlýðni próf ársinns 2020.​
Prófið verður haldið í ​Reiðhöll Spretts Hattarvöllum (Andvara höllinni).

Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III
Hámarks fjöldi er 12 þátttakendur í prófið

Staðsettning : Reiðhöll Spretts Hattarvöllum
Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri:  Marta Sólveg Björnsdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir
Nafnakall verður kl 19.00

Skráningarfrestur rennur út  miðvikudaginn 10 júní.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu.

Spor :

Tvö sporapróf verða haldin í júní !

Fimmtudaginn 18. júní verður haldið fyrsta sporapróf ársinns 2020.​
Aðeins er prófað í Spori 1. 
Hámarksfjöldi er 5 og er nú þegar fullt í prófið 

Staðsettning : Auglýst síðar
Dómari: Þórhildur Bjartmarz. 
Prófstjóri:  Auglýst síðar

Nafnakall verdur kl 17.00
Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 12 júní.

Fimmtudaginn 30. júní verður haldið annað sporapróf ársinns 2020.​
Hægt er að skrá í alla flokkana spor I-III og spor elite 
Hámarksfjöldi er 5 hundar.


Staðsettning : Auglýst síðar
Dómari: Kristjana Guðrún Bergsteins
Prófstjóri:  Auglýst síðar

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 24 júní.

Bæði prófin byrja kl 17 - ef það er full skráning þá mæta 2 þátttakendur kl 17 og 3 þátttakendur kl 18, í samráði við dómara/prófstjóra

Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu.

Fyrsta Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 2020

22/5/2020

 
Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 
Haldið í reiðskemma Sprettara Hattarvöllum 21. maí 2020

Prófið var sérstakt því að einungis var leyfilegt að vera með 4 manneskjur inni á sama tíma og þurfti að breyta öllu skipulagi með tilliti til þess.
4 hundar voru skráðir í Bronspróf – 3 náðu prófi og fengu þeir allir Bronsmerki HRFÍ – til að ná prófi þarf 90 stig en hæst er gefið 180 stig

Bronsmerkjapróf:
  1. sæti með 173,5 stig: IS 26981-19 Forynju Bara Vesen – German shepherd dog, eigandi og stjórnandi Hildur Pálsdóttir
  2.  sæti með 171 stig: IS 24857-18 Islands Shelties Everdeen- Shetland sheepdog, stjórnandi Erlen Inga Guðmundsdóttir
  3. sæti með 159 stig: IS 26322-19 Stekkjardals Eleanor – Border terrier, eigandi og stjórnandi Anna Vigdís Gísladóttir
  4. sæti með 75,5 stig: IS 25520-19 Orku Askur – German spitz, minature, stjórnandi Jónína Guðmundsdóttir

Hlýðni I próf:
4 hundar voru skráðir í Hlýðnipróf I – 2 náðu I. einkunn og 2 náðu II. einkunn – til að ná prófi þarf 100 stig en hæst er gefið 200 stig
  1. sæti með 189,5 stig og I einkunn: IS 25027-18 Ivan von Arlett – German shepherd dog, eigandi og stjórnandi Hildur Pálsdótti
  2. sæti með 185 stig og I. einkunn: IS 23107-17 Forynju Aston – German shepherd dog, stjórnandi Heiðrún Huld
  3. sæti með 151,5 stig og II. einkunn IS 26667-19 Julianna´s Helena – Collie rough, stjórnandi Elín Huld Kjartansdóttir
  4. ​sæti með 143 stig og II. einkunn: IS 13877-09 Great North Golden Mount Belukha – golden retriever, stjórnandi og eigandi Svava Guðjónsdóttir
Hlýðni II próf:
  1. sæti með 188,5 stig og I. einkunn: IS 24111-17 Ibanez W. S. Fjalladís – White swiss shepherd, eigandi og stjórnandi Þórhildur Bjartmarz

Hlýðni III próf:
  1. ​sæti með 267,5 stig og I. einkunn: IS 23109-17 Forynju Aska, German shepherd dog, eigandi Hildur Pálsdóttir


Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir


Taka tvö - Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2020

5/5/2020

 
​Fimmtudaginn 21. maí verður haldið fyrsta Hlýðni próf ársinns 2020.​
Prófið verður haldið í ​Reiðhöll Spretts Hattarvöllum (Andvara höllinni).
Sökum ástandsinns þá verða engir áhorfendur leyfðir. 

Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III
Hámarks fjöldi er í prófið

Staðsettning : Reiðhöll Spretts Hattarvöllum
Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri:  Marta Sólveg Björnsdóttir
Ritari: 
Nafnakall verður kl 10.00

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 15 mai.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu.

Hlýðniprófið sem átti að vera 22. mars AFLÝST

17/3/2020

 
Fyrsta hlýðniprófi ársins, sem halda átti 22. mars hefur verið aflýst sökum samkomubanns í samræmi við ákvörðun stjórnar HRFÍ. Þátttakendum er bent á að hafa samband við skrifstofu HRFÍ varðandi endurgreiðslu.
Ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu hvort önnur próf verði felld vegna smitvarna en stjórn deildarinnar fylgist þétt með gangi mála.

Fyrsta Hlýðnipróf Ársinns 2020

11/3/2020

 
Sunnudaginn 22. mars verður haldið fyrsta Hlýðni próf ársinns 2020.​
Prófið verður haldið í ​Reiðhöll Spretts Hattarvöllum (Andvara höllinni).

Boðið verður uppá Brons og Hlýðni I-III
Hámarks fjöldi er í prófið
ATH hámarksfjölda hefur verið náð !

Staðsettning : Reiðhöll Spretts Hattarvöllum
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari: ?
Nafnakall verður kl 10.00

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 16 mars.
Skráningar fara fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Sími: 588 5255
Greiða þarf við skráningu.



Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar.

9/3/2020

 
Ársfundur Vinnuhundadeildar var haldin í gær - formaður deildarinnar Silja Unnarsdóttir las skýrslu um starfsemi deildarinnar 2019 ásamt því að stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir. Úr stjórn gekk Stefanía H. Sigurðardóttir og þakkar deildin henni kærlega fyrir vel unnin störf en við sæti hennar tók Jóhanna Eivindsdóttir og bjóðum við hana velkomna.

Stigin röðuðust eftirfarandi:

Hlýðnihundur ársins 2019
Abbadís – 30 stig
Ibanez White Shepherd Fjalladís – 26 stig
Forynju Aska – 17 stig

Sporhundur ársins 2019
Forynju Aska – 12 stig
Ibanez White Shepherd Fjalladís – 8 stig
Juwika Fitness – 6 stig
​
Hlýðni Brons:
Ivan von Arlett – 163,5 stig / Hildur Pálsdóttir
Forynju Aston – 162,5 stig / Hildur Pálsdóttir/Heiðrún Huld
Norðan Heiða Svartaþoka – 162 stig / Gunnhildur Jakobsdóttir

Hlýðni I:
1-2 Ibanez White Shepherd Fjalladís – 197 stig / Þórhildur Bjartmarz
1-2. Ljósvíkur Alda – 197 stig / Ingibjörg Friðriksdóttir
3. Undralands Majeure – 194,5 stig / Ditta Tómasdóttir


Hlýðni II:
Forynju Aska – 194,5 stig / Hildur Pálsdóttir
Abbadís – 189 stig / Þórhildur Bjartmarz
Forynju Aska – 177 stig / Hildur Pálsdóttir

Hlýðni III:
Abbadís – 290 stig Þórhildur Bjartmarz
Abbadís – 287 stig
Abbadís – 283 stig

Spor I:
Ivan von Arlett – 90 stig / Hildur Pálsdóttir
Gjósku Vænting – 85 stig / Tinna Ólafsdóttir
Ivan von Arlett – 70 stig / Hildur Pálsdóttir
Spor II:
Juwika Fitness – 90 stig / Arna Rúnarsdóttir

Spor III:
Ibanez White Shepherd Fjalladís – 96 stig / Þórhildur Bjartmarz
Forynju Aska – 94 stig / Hildur Pálsdóttir
Forynju Aska – 72 stig / Hildur Pálsdóttir
<<Previous
Forward>>
Powered by Create your own unique website with customizable templates.