Annað sporapróf ársins var haldið fimmtudaginn 20. júní. Aðeins tveir hundar voru skráðir í prófið sem var haldið við Nesjavallarveg. Það má segja að aðstæður til sporaæfinga séu slæmar þessa dagana mikill þurrkur og ryk yfir öllum æfingarsvæðum. Sjálfsagt hefur það hamlað fólki frá æfingum á liðnum vikum og því ekki fleiri tilbúnir í próf. En í þessu prófi kvöldsins náði annar hundurinn einkunn, Ivan von Arlett í eigu Hildar Pálsdóttur fékk 70 stig sem er III einkunn.
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Kristjana Guðrún Bergsteinsdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Kristjana Guðrún Bergsteinsdóttir